Mikil ásókn í nýjar bílastæðalausnir Parking Plus

Mikill áhugi á bílastæðalausnum Parking Plus

Fyrirtæki, opinberir aðilar og stofnanir hafa sýnt bílastæðalausnum Parking Plus mikinn áhuga og innleiðing á þeim eru þegar hafnar.

Takmarkað framboð bílastæða á ákveðnum svæðum kallar á auðveldar aðgangsstýringar fyrir þá sem eiga að hafa afnot af stæðunum og eins að gera gjaldtöku auðvelda og aðgengilega fyrir þá sem eiga að greiða fyrir stæðin jafnóðum og þau eru nýtt.

Gjaldtaka er víða mikilvægur þáttur í því að standa undir stofn og rekstrarkostnaði við bílastæði. Þó nokkrir aðilar hafa brennt sig á því að bílastæði þeirra eru notuð af fyrirtækjum í nágrenni og viðskiptavinum þeirra án þess að þeir skilji eftir sig tekjur eða þáttöku í rekstrarkostnaði.

Tjón á bílum á bílastæðum og í bílastæðahúsum hafa löngum verið ákveðinn hausverkur á vissum stöðum en með auknu eftirliti og öryggi geta bíleigendur andað léttar hvað varðar skemmdir á bílum þeirra.

Tags: No tags

Comments are closed.