Parkingplusoruggbilastaedi

Örugg bílastæði er sanngjörn krafa

Á hverju ári verður fjöldi bíleigenda fyrir talsverðu tjóni af völdum skemmda sem verða á bílastæðum og í bílastæðahúsum. Ýmsir ökumenn hafa valdið öðrum tjóni af gáleysi eða skeytingarleysi um eigur annarra með því að skella hurðum eða aka utan í önnur ökutæki.

Það ríkir því talsvert mikil ánægja meðal notenda vaktaðra bílastæða hjá Parking Plus þar sem eigendur vita af ökutækjum sínum í öruggu umhverfi.

Mikil ásókn í nýjar bílastæðalausnir Parking Plus

Mikill áhugi á bílastæðalausnum Parking Plus

Fyrirtæki, opinberir aðilar og stofnanir hafa sýnt bílastæðalausnum Parking Plus mikinn áhuga og innleiðing á þeim eru þegar hafnar.

Takmarkað framboð bílastæða á ákveðnum svæðum kallar á auðveldar aðgangsstýringar fyrir þá sem eiga að hafa afnot af stæðunum og eins að gera gjaldtöku auðvelda og aðgengilega fyrir þá sem eiga að greiða fyrir stæðin jafnóðum og þau eru nýtt.

Gjaldtaka er víða mikilvægur þáttur í því að standa undir stofn og rekstrarkostnaði við bílastæði. Þó nokkrir aðilar hafa brennt sig á því að bílastæði þeirra eru notuð af fyrirtækjum í nágrenni og viðskiptavinum þeirra án þess að þeir skilji eftir sig tekjur eða þáttöku í rekstrarkostnaði.

Tjón á bílum á bílastæðum og í bílastæðahúsum hafa löngum verið ákveðinn hausverkur á vissum stöðum en með auknu eftirliti og öryggi geta bíleigendur andað léttar hvað varðar skemmdir á bílum þeirra.

Parking-Plus-P

Markviss vinnubrögð við innleiðingu

Viðskiptavinir Parking Plus hafa fagnað hagræði og þægindum sem nútíma bílastæðalausnir og gjaldtaka hafa fært þeim en ekki síður hversu markviss innleiðingin á lausnum Parking Plus er.

Ef þú ert með rekstur bílastæða á þinni könnu þá hvetjum við þig til að leita til okkar. Við munum stilla upp hagkvæmum og öruggum lausnum fyrir þig til að velja um og innleiða við fyrsta hentugleika.